Folgen

  • Ársuppgjör Vaxtaverkja
    Dec 31 2021

    Í þessum síðasta þætti ársins (og síðasta þætti í bili) gera Vaxtaverkir þættina upp og taka létta samantekt á því sem teymið lærði á árinu. Í lok þáttar er síðan farið yfir fjárhagsleg markmið fyrir árið 2022, því jú það er alltaf betra að segja markmiðin upphátt. Takk fyrir okkur elsku hlustendur, njótið vel og gleðilegt nýtt ár! Þangað til næst..

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    41 Min.
  • Góð ráð fyrir jólaveskið
    Dec 17 2021

    Í þessum þætti tökum við saman sjö misgóð ráð sem er gott að hafa með sér í jólagjafainnkaupunum og ættu að hafa góð áhrif á veskið.

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    31 Min.
  • Markaðssetning, fyrirtækjarekstur og áhrifavaldalífið
    Nov 19 2021

    Hér fáið þið svokallaðan gelluþátt - við fengum athafnakonuna Birgittu Líf Björnsdóttur til okkar (kemur í ljós ef þið hlustið á þáttinn hvers vegna hún fær þann titil af mörgum). Við förum yfir mörg mikilvægt atriði:

    • Hvernig ætli það sé að vera Kris Jenner Íslands?
    • Hver eru lykilatriðin í góðri markaðssetningu?
    • Hver er munurinn á rekstri á skemmtistað og líkamsræktarstöð?
    • Getur maður lifað á því að vera áhrifavaldur á Íslandi?
    • Geta töskur mögulega verið góð fjárfesting? og fullt fleira.

    Þetta eru allt mikilvægar spurningar fyrir gellur og ekki gellur. Njótið.

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    33 Min.
  • Launa- og atvinnuviðtöl
    Nov 5 2021

    Gestur þáttarins er Stefanía Ásmundsdóttir er með mjög þægilega útvarpsrödd. Hún vinnur hjá ráðninga- og ráðgjafafyrirtækinu Hagvangi og er augljóslega fædd í starfið. Við förum fyrst yfir atvinnuviðtöl og færum okkur svo yfir í launaviðtöl. Ef þú ert á leiðinni í eitt slíkt á næstunni (eða bara ekki) þá er þetta þátturinn fyrir þig. Komdu þér vel fyrir og njóttu.

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    45 Min.
  • Evergrande og nokkur góð fjármálaráð
    Oct 22 2021

    Jæja nú er sumarfríi númer fimm lokið og Vaxtaverkir eru mættir, aldrei verið ferskari. Í þessum þætti duttum við aðeins í fréttaskýringagírinn. Hvað er Evergrande? Við stiklum á stóru og gerum okkar besta í að útskýra hvers vegna þetta stóra fasteignaþróunarfélag er í brennidepli í fjármálaheiminum.

    Við tökum saman fimm góð ráð til að fylgja sama hvort markaðurinn sé að leita upp eða niður. Njótið.

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    25 Min.
  • Makinn og fjármál
    Sep 24 2021

    Hefurðu velt fyrir þér hvernig sé best að ræða fjármál við maka? Hvort sameiginleg fjármál henti eða ekki? Hvernig sé best að setja sér sameiginleg markmið? Eða ef þú átt ekki maka, hvort það séu engar pælingar fyrir þig í þessum þætti? Svarið er jú.

    Við fengum frábæran gest til okkar, hann heitir Guttormur og er vörustjóri hjá Meniga. Guttormur er með meistaragráðu í að ræða við maka sinn um fjármál - grín. Hann er samt reynslubolti í sameiginlegum fjármálum og stórskemmtilegur. Hér fáið þið enn einn þáttinn sem er stútfullur af fróðleik en á sama tíma mjög skemmtilegur (hlutlaust mat). Njótið!

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    35 Min.
  • Maikai veldið
    Sep 10 2021

    Elísabet Metta og Ágúst Freyr eru stofnendur Maikai. Þar selja þau acaí skálar með svokölluðum acaí berjum, svona nánast eins og hollur bragðarefur. Við fengum þau til okkar í mjög svo einlægt spjall um reksturinn og lífið. Þau eru svo ótrúlega filterslaus og skemmtileg að þetta viðtal gat ekki annað en orðið skemmtilegt. Njótið.

    Minnum á afsláttarkóðan Vaxtaverkir inná tan.is fyrir alla þá sem vilja næla sér í smá brúnku fyrir helgina.

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    49 Min.
  • Viðurkennum (sparnaðar)mistök og lærum af þeim
    Aug 27 2021
    Mistök eru til þess að læra af þeim - þessi þáttur er sérstaklega gerður fyrir 18 ára Brynju og Kristínu ef þær væru að hlusta. Við erum á léttari nótunum í þessum þætti, förum yfir okkar helstu sparnaðarmistök og fengum síðan engan annan en Bassa Maraj sem er low key living fyrir Vaxtaverki til þess að fræða okkur um sín sparnaðarráð. Þessi þáttur er í boði tan.is sem ætla gefa öllum aðdáendum 15% afslátt með kóðanum "vaxtaverkir". Hver er ekki til í smá tan fyrir helgina?
    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    28 Min.