Folgen

  • 25) Duran Duran
    Jan 12 2026

    Á sínum 48 ára ferli hafa Duran Duran farið frá því að vera ein vinsælasta hljómsveit heims með með hysterískar unglingsstelpur við hvert fótmál yfir í að vera droppað af þrem mismunandi útgáfufyrirtækjum og vera skítblankir og skulda svimandi háar upphæðir.

    En sama hvað á dundi þá komu þeir alltaf til baka og er hljómsveitin í dag enn skipuð fjórum af fimm uprunalegu meðlimunum og er enn í fullu fjöri.

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    1 Std. und 26 Min.
  • 24) Van Halen
    Dec 10 2025

    Fyrsta plat Van Halen kom út í febrúar 1978 og rokktónlistin varð aldrei söm aftur. Hún kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í tónlistarumhverfi þar sem var disco annars vegar og pönk og nýbylgja hins vegar og ruddi veginn fyrir það sem á eftir kom og dró gítarhetjuna og flamboyant söngvarann aftur fram í sviðsljósið auk þess að sýna að gleði og húmor áttu alveg heima í rokktónlist

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    1 Std. und 29 Min.
  • 23) KISS - The hottest band in the land!
    Nov 17 2025

    KISS hafa verið með okkur í 52 ár og eru ekkert að fara.

    Þó að tónlistarpressan hafi hatað hljómsveitina allan hennar feril þá létu þeir það ekkert á sig fá og það eru ófáir tónlistarmennirnir sem hafa verið KISS aðdáendur á unglingsárunum og margir eru það enn.

    En KISS eru ekki bara hljómsveit heldur heimsþekkt vörumerki sem metið er á um 300 milljónir dollara

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    1 Std. und 37 Min.
  • 22) Prince - Margur er knár þó hann sé smár
    Oct 22 2025

    Það eru engar ýkjur að kalla Prince einn áhrifamesta, hæfileikaríkasta og jafnframt afkastamesta tónlistarmann okkar tíma. Hann virtist geta spilað á hvaða hljóðfæri sem var og lögin sem hann samdi teljast í þúsundum.

    Tónlistin sem hann gaf út spannar allt frá disco, synth poppi og r´n´b til jazz, funk og acid rock og hafa plötur hans selst í um 150 milljón eintökum um allan heim sem gerir hann að einum af söluhæstu tónlistarmönnum allra tíma.

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    1 Std. und 26 Min.
  • 21) Bon Jovi
    Oct 1 2025

    Hljómsveitin Bon Jovi er búin að vera starfandi samfleytt í 42 ár og innihelddur enn þrjá af upprunalegu meðlimunum.

    Það virðist vera alveg sama hvaða nýju straumar og stefnur koma og fara í tónlistinni, ekkert virðist trufla vinsældir Bon Jovi og þeir standa allt af sér. Ætli galdurinn sé bara ekki sá að geta endalaust samið grípandi lög sem límast við heilann í þér og áður en þú veist af ertu farinn að syngja hástöfum með.

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    1 Std. und 36 Min.
  • 20) Ozzy Osbourne - The Prince of Darkness
    Sep 2 2025

    Ferill Ozzy Osbourne spannaði 6 áratugi. Hann varð stjarna með Black Sabbath á áttunda áratugnum, hóf gríðarlega farsælan sólóferil á níunda áratugnum, gerðist þungarokksfrumkvöðull á tíunda áratugnum með Ozzfest tónlistarhátíðinni og árið 2002 varð hann raunveruleikasjónvarpsstjarna, þökk sé MTV þáttunum The Osbournes.

    Í sínum villtustu draumum hefur hann örugglega ekki séð þetta fyrir sér þegar hann var að alast upp í litlu tveggja herbergja íbúðinni í Birmingham þar sem 8 manna fjölskyldan bjó við kröpp kjör og þurfti að notast við útikamar.

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    1 Std. und 42 Min.
  • 19) Bruce Springsteen
    Aug 13 2025

    Ferill Bruce Springsteen spannar 6 áratugi og hefur hann gefið út 21 stúdíóplötu auk óendalegs magns af safnplötum, live plötum og allskonar box settum sem eru stútfull af lögum sem honum fannst á þeim tíma ekki passa á neina af þeim plötum.

    Skilgreiningin "heartland rock" hefur verið notuð fyrir tónlist hans þar sem hann tvinnar saman rokktónlist og samfélagslega meðvitaða texta sem endurspegla líf þess fólks sem tilheyrir hinum vinnandi stéttum í Bandaríkjunum og oftast fá litla athygli

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    1 Std. und 44 Min.
  • 18) Ramones - Hey ho, let's go!!
    Jun 9 2025

    Þegar Ramones koma fram á sjónarsviðið í byrjun 8. áratugarins færðu þeir rokkið aftur til upprunans og komu í leiðinni með uppskriftina að pönkinu. Lögin voru einföld og hröð og helst ekki mikið lengri en 2 mínútur.

    Það væri mjög margt öðruvísi í tónlistarheiminum ef Ramones hefði aldrei notið við. En þó þeir hafi haft gríðarleg áhrif á ekki bara einstaka hljómsveitir og tónlistarfólk heldur á heilu tónlistarstefnurnar þá fengu þeir aldrei þá viðurkenningu sem þeir svo sannarlega áttu skilið meðan hljómsveitin var starfandi.

    Mehr anzeigen Weniger anzeigen
    1 Std. und 22 Min.